haus57.jpg
Fors??a
N?msframbo?
Haust|nn 2015
Innritun
Um sk?lann
Leit
Fr`ttir
Myndasafn
Samstarfsverkefni
Ann?ll FAS
Nemendaf`lag FAS
V?sindadagar
N?m til framt??ar
Vefp?stur ? Inna fyrir kennara ? Inna fyrir nemendur ? Kennsluvefur ? Fjarmenntask?linn ? N?tt?ruranns?knir
Fors??a arrow N?msframbo? arrow Fjarn?m
Fjarn?m Print

Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu er hægt að stunda fjarnám með ýmsum hætti. Almennt er reynt að koma til móts við þarfir þeirra nemenda sem leita til skólans. Einnig hægt að semja sérstaklega um fyrirkomulag námsins.

Skipulag fjarnáms í skólanum er þó einkum með tvennum hætti. Annars vegar er um að ræða starfsnám sem er skipulagt í samstarfi við níu aðra framhaldsskóla, Fjölbrautaskóla Vesturlands, Menntaskóla Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Menntaskólann á Ísafirði, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólann á Tröllaskaga, Framhaldsskólann á Húsavík, Menntaskólann á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands.

Í þessu samstarfi um starfsnám eru einkum notaðar tvær aðferðir við kennslu.  Annars vegar lotukennsla og hins vegar fjarkennsla.  Sumir áfangar eru eingöngu fjarkenndir, aðrir kenndir í lotum eða þá með blöndu af þessum tveimur aðferðum, svokölluðu dreifnámi.  Fjarkennslan getur verið á netinu eingöngu og þá í gegnum tölvur en einnig er viðbúið að í einhverjum áföngum verði myndfundabúnaður nýttur og þá er miðað við að nemendur mæti á fyrirfram ákveðna staði á tilteknum tíma.  Loturnar eru skipulagðar fyrirfram fyrir hverja önn og það skipulag tilkynnt í upphafi annar.  Tilgreint er hvar lotan verður haldin og hve lengi hún stendur. Upplýsingar um þetta nám eru gleggstar á vef Fjarmenntaskólans www.fjarmenntaskolinn.is

Hins vegar er um að ræða fjarnám sem fer nær eingöngu fram á neti á Kennsluvefnum (http://www.kennsluvefur.is/). Þar eru í boði áfangar á stúdentsbrautum FAS samkvæmt nýrri námskrá. Áfangaframboð sést á síðu annarinnar.


Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu | Nýheimum | 780 Höfn | Sími 470 8070 | Fax 470 8071 | fas@fas.is