haus213.jpg
Fors??a
N?msframbo?
Haust|nn 2015
Innritun
Um sk?lann
Leit
Fr`ttir
Myndasafn
Samstarfsverkefni
Ann?ll FAS
Nemendaf`lag FAS
V?sindadagar
N?m til framt??ar
Vefp?stur ? Inna fyrir kennara ? Inna fyrir nemendur ? Kennsluvefur ? Fjarmenntask?linn ? N?tt?ruranns?knir
Fors??a arrow Um sk?lann arrow Samstarf
Samstarf Print

Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu er lögð mikil áhersla á samskipti við aðila utan skólans, bæði innanlands og erlendis.

Allt frá stofnun árið1987 hefur FAS starfað í nánu samstarfi við Menntaskólann á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands á Neskaupsstað. Um er að ræða samstarf um kennslu og kennslutengda þætti svo sem samkennslu áfanga. Skólarnir þrír bjóða einnig upp á sameiginlegar starfsnámsbrautir eins og t.d. skrifstofubraut og sjúkraliðanám.

FAS hefur um langt árabil átt samstarf við Grunnskóla Hornafjarðar. Þar hefur duglegum nemendum gefist kostur á taka áfanga á framhaldsskólastigi samhliða grunnskólanáminu og um leið flýta fyrir sér í námi.

Skólinn nýtur þjónustu Austurbrúar en Austurbrú er sjálfseignarstofnun stofnuð á grunni Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands og annast auk þess daglegan rekstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Austurbrú er í forsvari fyrir þróun atvinnulífs, samfélags, stjórnsýslu, háskólanáms, símenntunar, rannsókna, þekkingar- og menningarstarfs á Austurlandi.

FAS er í samstarfi við Tækniskólann um nám í vélstjórn. Námið er samkvæmt alþjóðlegu vottunarkerfi Tækniskólans. Kennslan fer fram í FAS og lotum í Tækniskólann en útskrift er á ábyrgð beggja skólanna.

Í gildi er samningur milli Fuglaathugarstöðvar Suðausturlands og FAS. Markmið samningsins er að efla náttúruskoðun við FAS, auka rannsóknir á fulgum og efla áhugann á þeim.

Skólinn á í nánu samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð um félagslíf ungmenna á aldrinum 16 - 25 ára. Síðustu misseri hefur sérstaklega verið unnið að eflingu Vöruhúss og er markmiðið að það verði miðstöð skapandi greina í sveitarfélaginu.

Mikið og gott samstarf er á milli Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og skólans. Meðal annars má nefna að skólinn hefur aðgang bókasafninu í Nýheimum. Einnig hefur sveitarfélagið verið skólanum innan handar við móttöku á gestum, innlendum sem erlendum.

FAS tekur reglulega þátt í erlendum verkefnum. Á skólaárinu sem nú er að ljúka er í gangi seinna árið af Comeníusarverkefninu Agrarwirtschaft im Wandel. Það er samstarfsverkefni framhaldsskólanna á Austurlandi við Max-Planck-Gymansium í Tríer í Þýskalandi. Framhaldsskólarnir á Austurlandi hafa áður tekið þátt í sambærilegum samstarfsverkefnum við skólann í Tríer.

Skólaárið 2011 - 2012 var í gangi samstarfsverkefni á vegum Nordplus Junior við skóla í Siaulai í Litháen. Það bar heitið Alternative Energy Resources og fjallaði fyrst og fremst um vistvæna og endurnýjanlega orkugjafa. Þetta verkefni hlaut eTwinning verðlan í flokki framhaldsskóla árið 2011 - 2012 á árlegri ráðstefnu um rafrænt samstarf á milli skóla. 

Haustið 2008 komst á samstarf við skóla í Debica í Póllandi og í kjölfarið á því varð til  ICEPO verkefnið þar sem m.a. var verið að fjalla um ólíka menningarheima. ICEPO verkefnið var valið sem besta eTwinning verkefnið á Íslandi haustið 2010 í flokki framhaldsskóla og hlaut einnig umfjöllun á lokaráðstefnu í Varsjá í mars 2012.

Verkefnið Weltklimakonflikt als Energieproblem var nemendaskiptaverkefni við skóla í Tríer í Þýskalandi. Þetta er samstarfsverkefni framhaldsskólanna þriggja á Austurlandi við skólann í Tríer. Verkefnið hófst 2009 og lauk vorið 2011.

Á vorönn 2007 hófst samstarf við landbúnaðar- og garðyrkjuskóla bænum Jämsä í Finnlandi. Verkefnið tengist frumkvæði og nýsköpun og nefnist Common nordic. Sótt var um styrk á vegum Nordplus áætlunarinnar til gagnkvæmra heimsókna á skólaárinu 2007 - 2008. Nemendur úr FAS fóru til Jämsä í september 2007 og finnsku nemendurnir komu til Íslands í mars 2008. Hér er að finna nánari upplýsingar um Common nordic.

Á vorönn 2005 hóf skólinn samstarf við Kölscey Ferenc Gimnázium í Zalaegerszeg í Ungverjalandi undir merkjum eTwinning áætlunarinnar. Verkefnið nefnist Water and Fire. Skólaárið 2005 - 2006 hélt samvinna á milli þessara skóla áfram en að þessu sinni var unnið eftir Comeníusar áætluninni um tungumálaverkefni og nemendaskipti.

Skólaárið 2002 - 2003 var í gangi tungumálaverkefni og nemendaskipti á vegum Comeníusar áætlunarinnar. Þá var samstarf á milli FAS og Sint Gabriël college í Brussel í Belgíu. Verkefnið bar heitið Breaking the ice with ICT.

Haustið 2003 var FAS boðin þátttaka í OILSIM tölvuleiknum. Leikurinn er námsleikur sem á rætur sínar að rekja til Færeyja. Þátttakendur í leiknum spila á netinu og geta jafnvel nokkur hundruð manns í mismunandi löndum spilað leikinn samtímis. Aðalmarkmið er að skoða jarðlög í þeim tilgangi að finna olíu. Því næst þarf að huga að því hvernig hægt sé að nálgast olíuna og hversu miklu til þurfi að kosta. FAS hefur tekið þátt í leiknum á hverju ári. Haustið 2008 var í fyrsta skipti haldin landskeppni í OILSIM á Íslandi. Þar varð lið frá FAS í fyrsta sæti og ávann sér þar með rétt til þátttöku á OILSIM international sem var haldið í London í janúar 2009. Liðið Puulsa frá FAS vann landskeppnina haustið 2009 og vann einnig alþjóðlegu keppnina í London í janúar 2010. Enn á ný vann lið frá FAS landskeppnina haustið 2010 og hafnaði í öðru sæti í alþjóðakeppninni í London í janúar síðastliðnum. Haustið 2011 vann lið frá FAS landskeppnina fjórða árið í röð. Það voru Senjoríturnar frá FAS sem tóku þátt í lokakeppni OILSIM í London í lok janúar 2012. 

Haustið 2006 tók FAS einnig þátt í tölvuleik hjá Færeyingunum sem nefnist STARTSIM. Þetta er líkt og OILSIM námsleikur þar sem fjallað er um stofnun og rekstur fyrirtækja. Tæplega tugur nemenda í FAS tók þátt í leiknum.

 

Uppfært í júní 2013.

 

Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu | Nýheimum | 780 Höfn | Sími 470 8070 | Fax 470 8071 | fas@fas.is