haus50.jpg
Fors??a
N?msframbo?
Haust|nn 2015
Innritun
Um sk?lann
Leit
Fr`ttir
Myndasafn
Samstarfsverkefni
Ann?ll FAS
Nemendaf`lag FAS
V?sindadagar
N?m til framt??ar
Vefp?stur ? Inna fyrir kennara ? Inna fyrir nemendur ? Kennsluvefur ? Fjarmenntask?linn ? N?tt?ruranns?knir
Fors??a arrow Samstarfsverkefni
Samstarfsverkefni Print

FAS hefur tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum í gegn um tíðina. Meðal annarra þessum:

 • Living in a Changing Climate 
  • Samstarfsverkefni styrkt af Comenius á milli Vadja János Gimnázium í Keszthely í Ungverjalandi og FAS. Eins og sjá má á titli verkefnisins fjallar það um loftslagsbreytingar. Verkefnið hófst á haustönn 2014 og lýkur um mitt ár 2015. Ellefu þátttakendur eru í hvoru landi. Íslenski hópurinn fór utan í október og dvaldi hálfan mánuð ytra og ungverski hópurinn kom í byrjun mars í heimsókn til Íslands.   
 • Nachhaltigkeit im Nationalpark - Wir finden den Weg
  • Samstarfsverkefni styrkt af Comenius á milli Max-Planck-Gymnasium í Trier í Þýskalandi, Menntskólans á Egilsstöðum og FAS. Núna er áherslan á sjálfbærni í þjóðgörðum. Verkefnið hófst á haustönn 2013 og lýkur 2015. Í FAS eru 7 nemendur í verkefninu og vinna þeir að leiðsögn á göngustíg á milli Heinabergsjökuls og Fláajökuls á Mýrum. Gert er ráð fyrir að hægt verði að nálgast fræðsluna í gegnum snjallsíma. Þjóðverjarnir koma í heimsókn í upphafi haustannar 2014 og íslenski hópurinn fer utan á vorönn 2015. 
 • Agrarwirtschaft im Wandel - Wie wir die Welt bewegen
  • Samstarfsverkefni styrkt af Comenius á milli Max-Planck-Gymnasium í Trier í Þýskalandi og framhaldsskólanna á Austurlandi. Að þessu sinni er áherslan lögð á landbúnað og mikilvægi hans. Verkefnið hófst á haustönn 2011 og lýkur vorið 2013. Tuttuguogtveir nemendur fóru tíl Tríer seinni partinn í febrúar 2012 og dvöldu í hálfan mánuð í Tríer. Þjóðverjarnir komu til Íslands haustið 2012. Meðan verkefnið er í gangi er það aðeins opið þátttakendum.
 •   Alternative Energy Resources
  • Samstarfsverkefni styrkt af Nordplus milli FAS og Stasys Šalkauskis gymnasium í Litháen. Verkefnið fjallar um vistvæna og endunýjanlega orkugjafa. Verkefnið hófst í ágúst 2011 og lýkur um mitt sumar 2012. Íslensku þátttakendurnir fóru í heimsókn til Litháen í byrjun nóvember 2011 og nemendur úr samstarfsskólanum heimsóttu Ísland um miðjan mars 2012. Verkefnið hlaut eTwinnig verðlaunin í flokki framhaldsskóla fyrir árið 2011 - 2012.
 • Weltklimakonflikt als Energieproblem
  • Samstarfsverkefni styrkt af Comenius á milli Max-Planck-Gymnasium í Trier í Þýskalandi og framhaldsskólanna á Austurlandi. Aðaláherlslan var lögð á loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Verkefnið hófst 2009 og er nýlega lokið. Íslensku þátttakendurnir fóru í heimsókn til Tríer á vorönn 2010 og Þjóðverjarnir komu í heimsókn haustið 2010.
 •  ICEPO - young people promoting understanding between the nations
  • Samstarfsverkefni á milli FAS og Zespó? Szkó? Nr 2 im. Eugeniusza Kwiatkowskiego í D?bica í Póllandi sem styrt var af Þróunarsjóði EFTA. Verkefnið hófst 1. mars 2009 og stóð yfir í fimmtán mánuði. Aðaláherslan var lögð á menningu beggja landanna og fjölmenningarsamfélög.  Pólverjarnir komu í heimsókn í september 2009 og íslenski hópurinn fór utan í mars 2010. Þetta verkefni var verðlaunað á afmælishátíð menntaáætlunar ESB 2010 sem besta eTwinning verkefnið í flokki framhaldsskóla.
 • Common Nordic
  • Frumkvöðlaverkefni á milli FAS og Jämsän seudun koulutuskeskus/Maatalous- ja puutarhaoppilaitos sem er garðyrkju- og landbúnaðarskóli í Jämsä í Finnlandi. Samskipti á milli skólanna hófust á vorönn 2005 í kjölfar þess að FAS var boðin þátttaka á ráðstefnu í Finnlandi á vegum Nordplus áætlunarinnar. Sótt var um styrk til nemendaheimsókna og heimsóttu nemendur frá FAS Jämsä í september 2007. Finnsku nemendurnir komu til Íslands í mars 2008.
 • Water and Fire
  • eTwinning verkefni milli FAS og Kölcsey Ferenc framhaldsskólans í Zalaegerszeg í Ungverjalandi sem snerist um jarðhita og nýtingu hans. Verkefnið stóð yfir á vorönn 2005. Í framhaldi þessa verkefnis fengu skólarnir Comeniusarstyrk til nemendaheimsókna. Nemendur FAS fóru til Zalaegerszeg í október 2005 og nemendur Kölcsey Ferenc komu til Hornafjarðar í febrúar 2006. 
Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu | Nýheimum | 780 Höfn | Sími 470 8070 | Fax 470 8071 | fas@fas.is