haus63.jpg
Fors??a
N?msframbo?
Haust|nn 2015
Innritun
Um sk?lann
Leit
Fr`ttir
Myndasafn
Samstarfsverkefni
Ann?ll FAS
Nemendaf`lag FAS
V?sindadagar
N?m til framt??ar
Vefp?stur ? Inna fyrir kennara ? Inna fyrir nemendur ? Kennsluvefur ? Fjarmenntask?linn ? N?tt?ruranns?knir
Fors??a arrow Um sk?lann arrow Sk?lan?msskr?
Inngangur Print

Skólanámskrá er í senn stefnuskrá skólans og starfsáætlun. Hverjum skóla er skylt að gefa út skólanámskrá samkvæmt 22. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla.

Skólanámskrá er ætlað að lýsa starfi hvers skóla, sérkennum hans og sérstöðu og er um leið útfærsla á markmiðum aðalnámskrár.

Skólanámskrá Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) birtist hér í fyrsta skiptið með formlegum hætti undir heitinu skólanámskrá. Innihaldið hefur þó að mestu legið fyrir þó það hafi ekki fyrr en nú verið tekið saman.

Skólanámskráin er ætluð nemendum, starfsmönnum, stjórnendum og öllum almenningi. Hún er birt á vef skólans og með því móti gerð aðgengileg fyrir sem flesta. Birting á netinu gerir alla endurskoðun einnig til muna auðveldari og ódýrari.

Skólanámskráin er í fjórum köflum og þar af eru þrír sem breytast lítið frá önn til annar en sá kafli sem fjallar um skipulag og starf á yfirstandi önn breytis hins vegar ört eðli málsins samkvæmt. Því má segja að ný námskrá komi út á hverri önn þó uppistaðan breytist ekki. Stefnt er að því að því að endurskoða námskrána með formlegum hætti á haustönn 2005 og birta nýja árið 2006.

Ritstjórn skólanámskrár hefur verið í höndum skólameistara en hún hefur verið unnin í samvinnu við kennara og aðra starfsmenn.

Október 2003
Eyjólfur Guðmundsson skólameistari

Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu | Nýheimum | 780 Höfn | Sími 470 8070 | Fax 470 8071 | fas@fas.is