haus43.jpg
Fors??a
N?msframbo?
Haust|nn 2015
Innritun
Um sk?lann
Leit
Fr`ttir
Myndasafn
Samstarfsverkefni
Ann?ll FAS
Nemendaf`lag FAS
V?sindadagar
N?m til framt??ar
Vefp?stur ? Inna fyrir kennara ? Inna fyrir nemendur ? Kennsluvefur ? Fjarmenntask?linn ? N?tt?ruranns?knir
Fors??a arrow Nemendaf`lag FAS
Nemendaf`lag FAS Print

Á vorönn 2011 ákvað nemendaráð nemendafélags FAS að leggja niður störf sín og fara í gagngera naflaskoðun á starfsemi félagsins. Almenn þátttaka nemenda FAS var að mati nemendaráðs ekki nógu góð sem og ákveðnar óánægjuraddir voru farnar að líta dagsins ljós. Í mars mánuði 2011 hófst því viðamikil vinna innan skólans þar sem reynt var að takast á við þetta vandamál.

Niðurstöður vinnunnar voru að miklar breytingar þyrfti að gera á starfsemi nemendafélagsins, í stað hefðbundins nemendaráðs yrði einungis kosið um forseta nemendafélagsins sem og varaforseta. Ný lög félagsins voru samþykkt en í þeim fólust miklar grundavallarbreytingar á félaginu.

Nemendur skólans velja sér nú að taka þátt í klúbbastarfi en klúbbarnir eru eins margir og nemendur hafa áhuga á. Sem dæmi má nefna leiklistarklúbb, íþróttaklúbb, árshátíðarklúbb og útivistaklúbb. Allir klúbbar funda einu sinni í viku og fá nemendur þann fundartíma skráðan inn á stundartöflurnar sínar. Hver klúbbur kýs sér formann en sá einstaklingur ber ábyrgð á að fundargerð og mæting sé skráð niður. Formenn klúbbana sitja einnig í Fulltrúaráði nemendafélagsins en segja má að það sinni sama hlutverki og nemendaráð gerði áður. Fjöldi klúbba hverju sinni ræður fjölda einstaklinga í fulltrúaráði en ásamt formönnum klúbbanna sitja í ráðinu forseti og varaforseti nemendafélagsins.

Hið nýja fyrirkomulag hefur reynst vel og var benda skoðanakannanir og rýnihópsfundir til þess að nemendur séu almennt mjög ánægðir með þær breytingar sem hafa átt sér stað.

Við skólann starfar einnig verkefnastjóri félagsmála nemendenda sem í dagslegu tali kallast félagsmálafulltrúi. Er hann nemendum innanhandar og hjálpar þeim að halda yfirsýn yfir hið nýja fyrirkomulag á störfum nemendafélagsins. Félagsmálafulltrúi FAS er Sandra Björg Stefánsdóttir.

Apríl 2012.

Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu | Nýheimum | 780 Höfn | Sími 470 8070 | Fax 470 8071 | fas@fas.is